Til baka

Tónar norðursins

Tónar norðursins

Tónar norðursins er prógram þar sem flutt verða verk eftir norðlenska höfunda.

Tónar norðursins er prógram þar sem flutt verða verk eftir norðlenska höfunda. Norðurland og ekki síst Eyjafjörður eru rík af einstaklega hæfileikaríku fólki í gegnum aldir. 

Artic opera er hópur listamanna sem samanstendur af klassískt menntuðu fólki í óperusöng og hljóðfæraleik. Hópurinn mun taka fyrir allar helstu perlur Eyjafjarðar og nágrennis sem hafa glatt okkur í gegnum árin og fyllt okkur stolti að vera partur af sögu Eyjafjarðar. Sungið verður á íslensku og fróðleikur á milli laga um sögu verka og höfunda.

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar.

Hvenær
sunnudagur, nóvember 10
Klukkan
17:00-19:00
Hvar
Hof Cultural and Conference Centre, Strandgata, Akureyri