Til baka

Sextíu kíló

Sextíu kíló

Hallgrímur Helgason er margverðlaunaður metsöluhöfundur kynnir og les úr verkum sínum.

Heimur bókanna opnast.

Hallgrímur Helgason er margverðlaunaður metsöluhöfundur sem fangað hefur hug og hjörtu þjóðarinnar með verkum sínum um fólkið í sjávarþorpinu Segulfirði í bókum sínum Sextíu kíló af sólskini, Sextíu kíló af kjaftshöggum og þriðju bókinni, Sextíu kíló af sunnudögum sem væntanleg er nú í haust.

Hallgrímur er kunnur sögumaður og hefur haldið gríðarlega vinsæl námskeið þar sem hann opnar bækurnar upp á gátt fyrir lesendum sínum og nú gerir hann gott betur og býður gestum til sætis í Hömrum í Hofi. Á sviðinu rekur hann frásögnina í gegnum skáldsögurnar af alkunnri list, les upp úr bókunum, lyftir hulunni af vinnuferlinu, baksögunum og innblæstrinum og gæðir persónur sínar lífi sem aldrei fyrr. Sýningin er unnin í samvinnu við Borgarleikhúsið.

Hvenær
fimmtudagur, nóvember 28
Klukkan
19:30-21:30
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri