Til baka

Magnaði Mendelssohn

Magnaði Mendelssohn

Verðandi

Magnaði Mendelssohn: Rómantík og ástríða.

Fiðlukonsertinn - sem er talinn sá fallegasti í heimi fluttur í Hamraborg í Hofi af Helgu Diljá Gunnarsdóttur.

Ítalska sinfónían - myndaalbúm af Ítalíu í tónum

Hellir Fingals (Suðureyjar) forleikur-Mendelssohn málar mynd í tónum af öldum Atlantshafsins á stuðlubergsveggi hellis Fingals konungs.Hellirinn hefur sérlega gott hljómrými.

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar.

Hljómsveit Akureyrar er nýr vettvangur fyrir áhuga- og hljóðfæraleikara á svæðinu.
Hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika 11. desember 2023 í Akureyrarkirkju fyrir fullu húsi og var klappað lof í lófa. Aðgangur var ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum sem gengu til "Matargjafir á Akureyri og nágrenni".Hljóðfæraleikararnir voru á aldrinum 13-75 ára af ýmsum þjóðernum og sýndi að bakgrunnur þátttakenda var mjög mismunandi og allir tóku þátt sér til yndis og til að kynnast fólki með svipuð áhugamál.
Á vordögum 2024 hélt hljómsveitin Grieg tónleika styrkta af Verðandi listasjóði MAK í samvinnu við Áhugamannahljómsveit Reykjavíkur, Karlakór Akureyrar-Geysi og Karlakór Eyjafjarðar og ungum píanóleikara Styrmi Þey Traustasyni og var gerður góður rómur að.
Hljómsveit Akureyrar stefnir að góðgerðartónleikum í byrjun desember með svipuðu sniði og í fyrra og tónleikum í Hamraborg í Hofi 8. júní 2025 " Magnaði Mendelssohn" þar sem ungur fiðluleikari Helga Diljá Gunnarsdóttir flytur fiðlukonsert Mendelsohns meðal annars.
Starfsemi hljómsveitarinnar einkennist fyrst og fremst af spilagleði og vinsamlegum samskiptum þátttakenda þar sem allir eru velkomnir á sínum forsendum.

Hvenær
sunnudagur, júní 8
Klukkan
20:00-22:00