English below.
Leikfélag Akureyrar frumsýnir margverðlaunaða söngleikinn Litlu Hryllingsbúðina í Samkomuhúsinu í október 2024.
Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson.
Söngleikurinn Litla Hryllingsbúðin eftir Howard Asman og Alan Menken hefur farið sigurför um heiminn frá því að hann var frumsýndur á Broadway árið 1982 enda hefur hann allt sem prýðir bestu söngleiki; krassandi sögu, heillandi persónur og frábæra tónlist.
Sagan af blómasalanum Baldri og plöntunni ógurlegu er löngu orðin klassík í hugum áhorfenda og höfðar til allra kynslóða. Þetta er hjartnæm, spennandi og fyndin saga með tónlist sem lætur engan ósnortinn.
Árin 1960 og 1986 komu út kvikmyndir eftir söngleiknum sem báðar hlutu mikið lof gagnrýnenda.
Söngleikurinn var fyrst fluttur hér á landi af Hinu leikhúsinu árið 1985 í Gamla bíói en næstu frumsýningar voru í Borgarleikhúsinu árið 1999 og og hjá Leikfélagi Akureyrar árið 2006 í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar.
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson
Höfundar: Howard Ashman og Alan Menken
Þýðing: Magnús Þór Jónsson og Gísli Rúnar Jónsson
Tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Kóreógraf: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
Leikmynd: Sigríður Sunna Reynisdóttir
Búningar: Björg Marta Gunnarsdóttir
Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson
Hljóðhönnun: Gunnar Sigurbjörnsson
Hár og förðun: Harpa Birgisdóttir
Sýningarstjórn: Þórunn Geirsdóttir og Unnur Anna Árnadóttir
LEIKARAR
Kristinn Óli Haraldsson Baldur
Birta Sólveig Söring Þórisdóttir Auður
Arnþór Þórsteinsson Markús
Ólafía Hrönn Jónsdóttir Tannlæknirinn
Önnur hlutverk:
Jónína Björt Gunnarsdóttir, Katrín Mist Haraldsdóttir,
Urður Bergsdóttir, Þórey Birgisdóttir
Jenný Lára Arnórsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson
Athugið: Ekkert aldurstakmark er á söngleikinn en vert er að geta þess að atriði í sýningunni innihalda ljótt orðbragð og ofbeldi.
LITTLE SHOP OF HORRORS
Höfundur Howard Ashman
Tónlist Alan Menken
Upphaflega framleitt í New York af WPA Leikhúsinu
Leikfélag Akureyri premieres the multi-award winning musical Little Shop of Horrors in Samkomuhús in October 2024.
The director is Bergur Þór Ingólfsson.
The musical Little Shop of Horrors by Howard Asman and Alan Menken has been a triumph around the world since it premiered on Broadway in 1982, as it has everything that adorns the best musicals; crunchy story, charming characters and great music.
The story of the flower seller Baldri and the terrible plant has long become a classic in the minds of viewers and appeals to all generations. This is a heartwarming, exciting and funny story with music that leaves no one untouched.
In 1960 and 1986, films based on the musical were released, both of which received high praise from critics.
The musical was first performed in Iceland by Hitt leikhúsið in 1985 in Gamla Bíó, but the next premieres were in Borgarleichús in 1999 and at Leikfélag Akureyr in 2006 under the direction of Magnús Geir Þórðarson.
LITTLE SHOP OF HORRORS
Author Howard Ashman
Music by Alan Menken
Originally produced in New York by the WPA Theatre