Ósk og Grettir Græni koma alla leið frá Regnbogalandi að skemmta börnunum við nýja barnatónlist. Leitin að regnboganum á að sýna börnum mikilvægi hugrekkis, þakklætis, virðingar og hjálpsemi. Unnið verður með dans, tjáningu, slæður, hristur og litina. Börnin fá því að vera virkir þáttakendur í ævintýraheimi Regnbogalands. Áhersla verður á að efla hreyfifærniþroska, ímyndunaraflið og sköpunakraft.
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrar