Til baka

Kan(l)ínudans

Kan(l)ínudans

Barnamenningarhátíð

Kan(l)ínudans er orkumikið dansleikhús ætlað börnum (4-10 ára) og fjölskylduáhorfendum. Verkið er dansverk um tvær kanínur sem leika í leit að tengingu. Sýningin var unnin í sumar residensíu, 2023, á Dansverkstæðinu og var frumsýnd í apríl 2024, á Unga Festival í Tjarnarbíói. Sýningin hlaut tilnefningu Grímunnar í flokknum “Barnasýning ársins". Í lok smiðjunnar verður boðið upp á frjálsan dans sem kanínurnar leiða.


Aðstandendur og höfundar sýningarinnar eru danslistafólkið Sóley Ólafsdóttir, íslenskur dansari og Leevi Mettinen, finnskur dansari. Plötusnúðurinn DJMAR!A vinnur í kanínu teyminu sem plötusnúður og kemur einnig fram í sýningunni sem kanína. Fríða Björg Pétursdóttir vann í nánu samstarfi í karaktersköpun í ferlinu, við gerð búninga. Marta Ákadóttir er í teyminu sem ytra auga og dramatúrg og Katrín Hersisdóttir er grafískur hönnuður teymisins, hún teiknar teiknimyndir af kanínunum og vinnur í allri grafík sem viðkemur verkefninu og styður þannig sjónrænan heim Kan(l)ínudanins


Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrar

Hvenær
fimmtudagur, apríl 24
Klukkan
13:00