Til baka

Kærleikur og kvíði-útgáfutónleikar

Kærleikur og kvíði-útgáfutónleikar

Kærleikur og kvíði er önnur plata listamannsins Spacement.

Kærleikur og kvíði er önnur plata listamannsins Spacement. Lögin eru fjölbreytileg með alls konar þemu, allt frá fuglasöng til ástarsorgar og alls konar þar á milli. Platan hefur verið í smíðum í nokkur ár og byrjaði að fæðast í stúdíói á Óseyri. Siðastliðið ár hefur lokafrágangur átt sér stað í Reykjavík.

Spacement/Agnar Forberg er ungur og upprennandi raftónlistarmaður með djúpar rætur á Akureyri og Eyjafirði.

Miðasala hefst síðar.

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar.

Hvenær
föstudagur, janúar 31
Klukkan
20:00-22:00
Hvar
Hof Cultural and Conference Centre, Strandgata, Akureyri