Dillandi afrísk dans- og trommugleði fyrir alla fjölskylduna.
FAR Fest Afríka á Íslandi var stofnuð árið 2009 af þeim hjónunum Cheick Bangoura og Kristínu Álfheiði Árnadóttur frá Akureyri og hefur menningarhátíðin FAR Fest Afríka verið haldið árlega síðan. Þar hefur verið boðið upp á viðburði, námskeið og/eða fræðslu. Í kringum þessa viðburði og hið öfluga, fjölbreytta og skemmtilega samstarf stofnaði Cheick Bangoura félagið ,,Afríka Lole“. Cheick Bangoura hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi, spilað með Stuðmönnum, Big bandi Samma og Amabadama.
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrar