Til baka

Lútu- og gítarstuð með Sergio Coto og gítarkrökkum

Lútu- og gítarstuð með Sergio Coto og gítarkrökkum

Forvitnileg, skemmtileg og falleg tónlist í okkar hljómfögru Akureyrarkirkju

Lútuleikarinn Sergio Coto heimsækir Akureyri. Ásamt krökkum sem læra á gítar við Tónlistarskólann á Akureyri leyfir hann okkur að heyra skemmtilega endurreisnartónlist!

Sergio leikur á lútu, en hún er "amma" gítarsins og mjög fallegt hljóðfæri. Ef til vill kemur hann með lítinn barokkgítar með sér líka, og hina dularfullu, risastóru teorbu...

Stór og smá, öll velkomin að hlýða á forvitnilega, skemmtilega og fallega tónlist í okkar hljómfögru Akureyrarkirkju!

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 24. apríl
Tímasetning: 16.30 – 17.15
Staðsetning: Akureyrarkirkja
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Verkefnið er hluti af Barnamennigarhátíð á Akureyri.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

 

Hvenær
miðvikudagur, apríl 24
Klukkan
16:30-17:15
Hvar
Akureyrarkirkja, við Eyrarlandsveg, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir