Til baka

Ljóðastund með Arnari Jónssyni leikara

Ljóðastund með Arnari Jónssyni leikara

Leikarinn ástsæli Arnar Jónsson les úrvals ljóð og segir sögur í Davíðshúsi.

Það jafnast ekkert á við fallegan flutning á góðu ljóði. Ljóðaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara ljóðastundir með leikaranum Arnari Jónssyni í stofu Davíðshúss laugardaginn 18. janúar kl. 14 og sunnudaginn 19. janúar kl. 17.
Arnar er einn af ástsælustu leikurum Íslands og hefur um árabil getið sér gott orð fyrir einstakan flutning á ljóðum. „Ljóðið ratar til sinna og það á sannarlega við um mig. Ljóðið fann mig mjög ungan. Tónlist tungumálsins endurómar í ljóðinu – auk hugsunar og tilfinninga.“ segir Arnar sem mun flytja ljóð sem á einhvern hátt hafa snert við honum í gegnum tíðina og segja sögur af því hvernig þau tengjast lífshlaupi hans.
Viðburðurinn er upphaf afmælisárs Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi sem fæddist fyrir 130 árum 21. janúar n.k. en Arnar opnaði einnig afmælishátíðina fyrir 30 árum.

Hvar: Davíðshús Bjarkarstíg 6
Hvenær: 18.1 kl. 17 - Húsið opnar 30 mín fyrir viðburð

Aðgangseyrir 2600 kr – ókeypis fyrir handhafa 7 safnapassa Minjasafnsins.

Platan Ljóðastund með Arnari verður til sölu á tilboðsverði.

Ljósmynd: Lárus Ýmir Óskarsson

Hvenær
laugardagur, janúar 18
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Bjarkarstígur 6, Akureyri
Verð
2600 kr - ókeypis fyrir handhafa safnapassa Minjasafnsins