Myndlistarhópurinn Gellur sem mála í bílskúr opnar sýningu á Bókasafni Háskólans á Akureyri fimmtudaginn 7. mars kl. 16-18.
Sýningin verður opin frá 7. mars og stendur eitthvað fram á vorið. Hægt er að skoða hana á opnunartíma Bókasafns Háskólans kl. 8-16 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 8-18.
Í hópnum eru átta listamenn sem hittast reglulega og mála saman í bílskúr. Hópurinn kynntist í Listfræðslunni á Akureyri og stofnuðu klúbbinn Gellur sem mála í bílskúr í janúar 2016. Markmið hópsins er að hittast og styðja hvert annað í listsköpuninni og hafa gaman. Hópurinn hefur haldið fjölmargar sýningar, tekið þátt í samsýningum og einnig hafa sumir verið með einkasýningar.
ÖLL VELKOMIN