Velkomin á uppskerusýningu verkefnisins List getur list. Í vetur voru fluttir 5 fyrirlestrar listafólks úr ólíkum áttum, en það er listafólk sem hefur haft ritlist, tvívíða myndlist, þrívíða myndlist, hljóðlist eða hreyfilist að aðalviðfangsefni. Í kjölfarið bjó hver og einn listamaður til verk sem voru innblásin af hinum fyrirlestrunum og svo unnu allir saman að sameiginlegu myndbandsverki. Á sýningunni getið þið séð verkin sem urðu til ásamt þeim verkum sem veittu listamönnunum innblástur.
Sýningin verður opin í anddyri Amtsbókasafnsins, laugardaginn á Akureyrarvöku.
Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 26. ágúst
Tímasetning: kl. 12.00 - 16.00
Staðsetning: Amtsbókasafnið á Akureyri
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir
Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku 2023.