Í tilefni Akureyrarvöku verður líf og fjör á Ráðhústorgi á laugardaginn. Félagar í landssamtökum Sjálfsbjargar standa fyrir vitundavakningu á aðgengismálum, hægt verður að gera góð kaup á flóamarkaði, Rauði Krossinn selur kerti fyrir Friðarvökuna, matarvagn mætir á svæðið og skátafélagið Klakkur kemur sér vel fyrir og býður upp á eldstæði, sápukúlur og margt fleira.
Plötusnúðurinn Vélarnar heldur uppi fjörinu frá kl. 13.00-16.00.
*Ennþá er hægt að sækja um að vera með á flóamarkaðinum. Nánari upplýsingar í netfanginu bylgja67@internet.is
Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku.