Opin dans og tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 2-6 ára. Ósk og Grettir græni úr Leitinni að regnboganum koma í heimsókn til Akureyrar og ætla taka börnin með sér inn í ævintýraheim Regnbogalands. Glæný barnatónlist verður notuð í smiðjunni og unnið verður með dans, tjáningu, slæður, hristur og litina. Ósk og Grettir Græni munu leiða börnin í gegnum söguna og syngja fyrir þau. Börnin fá að vera virkir þáttakendur í ævintýraheimi Regnbogalands undir faglegri leiðsögn. Áhersla verður á að efla hreyfifærniþroska, ímyndunaraflið og sköpunarkraft barnanna í smiðjunni.
Barnaplatan, Leitin af regnboganum var gefin út vorið 2024. Tónlistin er öll frumsamin af Mána Svavarssyni og Guðnýju Ósk Karlsdóttur. Ævintýrið sem er nú aðgengilegt fyrir börnin á spotify. Sögusvið plötunnar gerist í Regnbogalandi og leitin að regnboganum er þema sögunnar. Í henni lenda allir litir regnbogans í ævintýrum við leit að regnboganum. Hver litur stendur fyrir ákveðinn eiginleika eða dygð. Leitin og ferðalagið á að sýna börnum mikilvægi hugrekkis, þakklætis, virðingar og hjálpsemi. Tónlist Regnbogalands er ætlað að fanga athygli barna, styrkja notkun þeirra á tungumálinu, virkja ímyndunarafl og efla hreyfiþroska þeirra. Regnbogaland eflir hreyfiþroska, málþroska og eykur ímyndunarafl barna og umfram allt að efnið sé aðgengilegt foreldrum. Þess má geta að dygðir og valdefling spila lykilþátt í ævintýri Regnbogalands. Sagan og tónlistin haldast í hendur í ferðalaginu persónana við að finna regnbogann. Heimurinn er algjör ímynd barnanna og sagan fléttast inn í lögin þar sem ég tala við börnin á milli og kynni alla nýju litina. Lögin eru því öll með mikilvægan boðskap og á endanum finna litirnir regnbogann saman.
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar