Sumarið er tíminn til að leika sér. Hvað er þá betra en að búa sér til sitt eigið leikfang!
Listakonurnar Jonna og Bilda leiða leikfangasmiðju fyrir 6 til 13 ára á Iðnaðarsafninu á Akureyri þar sem hver og einn býr til leikfang úr endurnýtanlegu efni. Kannski endar það á leikfangasafninu eftir 50 ár?
Á Iðnaðarsafninu er hægt að skoða leikföng sem framleidd voru á Akureyri hjá Leikfangagerð Akureyrar og Leifsleikföngum.
Skráning á minjasafnid@minjasafnid.is með upplýsingum um:
Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 27. apríl
Tímasetning: 13.00 – 15.00
Staðsetning: Iðnaðarsafnið á Akureyri, Krókeyri
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir
Aldur: 6 – 13 ára
Annað: Skráning nauðsynleg á minjasafnid@minjasafnid.is
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.
Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR