Til baka

Kvöldstund með W.O.M.E.N. á Akureyri

Kvöldstund með W.O.M.E.N. á Akureyri

W.O.M.E.N. fylgir Slagtog sjálfsvarnarsmiðju um Ísland.
W.O.M.E.N. býður konum af erlendum uppruna, og öllum þeim konum sem áhuga hafa á að styrkja þær, til umræðukvölds á Akureyri. W.O.M.E.N. var stofnuð árið 2003 af konum af erlendum uppruna á Íslandi, til styrktar öðrum konum af erlendum uppruna á Íslandi. Samtökin hafa sérstaklega lagt áherslu á atvinnu- og félagsmál, menntun og kynbundið ofbeldi. Komdu og lærðu um starfsemi okkar, hvernig við skipuleggjum og styðjum hvert annað og deildu sjónarhorni þínu með okkur! Stutt kynning verður á starfsemi samtakanna af stjórnarmanni og síðan verða óformleg samtal við þátttakendur um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi almennt og á Akureyri sérstaklega, sértækar áskoranir okkar og lausnir. Allar konur af erlendum uppruna eru velkomnar sem og allar konur sem hafa áhuga á að styrkja þær. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Slagtog Feminist Self-Defence Workshop sem haldin verður dagana 26. og 27. október.
*Þú þarft ekki að vera skráður á Sjálfsvarnarnámskeiðið til að koma á þennan viðburð*
 
Hvenær
föstudagur, október 25
Klukkan
17:00-19:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri