Til baka

Kvöldhygge á Amtsbókasafninu

Kvöldhygge á Amtsbókasafninu

Fyrsta kvöldstund fyrir fullorðin í vetur þar sem við sköpum og slökum
Verið velkomin á nýja viðburðarseríu hjá okkur á Amtsbókasafninu! Síðasta fimmtudag í mánuði ætlum við að opna húsið á kvöldin, dunda saman við eitthvað skapandi og sýna bíómynd á 2. hæðinni. Þessi kvöld eru hugsuð fyrir fullorðna. Opið verður til 22:00 þessi kvöld og við sjáum fyrir okkur að föndrið og bíóið byrji kl 20:00.
 
Í septemberopnuninni ætlum við að bjóða upp á steinamálun á kaffiteríunni. Við verðum með alls sem til þarf en ykkur er velkomið að koma með steina líka!
Bíó á 2. hæð hjá rauða sófanum. Tilvalið að koma með prjónana! Endilega komið með snarl með ykkur 🙂 
 
Athuglið að sjálfsafgreiðsla verður á safninu frá kl 19:00
Hvenær
fimmtudagur, september 26
Klukkan
20:00-22:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald