Kvöldsession með leiðbeinendum (16+)
Það er aldrei of seint að prófa eitthvað nýtt.
Hér er um að ræða tveggja tíma hjólabrettahitting/session þar sem byrjendur sem lengra komnir geta mætt og haft gaman í góðra manna hópi. Leiðbeinendur verða á staðnum til aðstoðar og gefa góð ráð. Tilvalið fyrir þá sem langar til að prófa eitthvað nýtt eða læra meira.
Leiðbeinandi er Eiki Helgason brettakappi, sem er Akureyringum vel kunnur, og á að baki langan feril í brettaíþróttum. Með honum verða hjólabrettasnillingarnir Haraldur Logi Jónsson og Bjössi Jóhannsson.
Mælt er með því að þátttakendur komi með sitt eigið hjólabretti en möguleiki er á að fá lánsbretti. Athugið að takmarkað magn lánsbretta er í boði.
*Mikilvægt er að mæta í góðum strigaskóm.
Kvöldsession með leiðbeinendum er fysta miðvikudag í hverjum mánuði.
_________________________________
Hittingur fyrir: Byrjendur sem lengra komna
Dagsetning: Fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði
Tími: 20.00-22.00
Aldur: 16+
Staðsetning: Braggaparkið, Laufásgata 1
Þátttökugjald: 2.000 kr. / 1.000 kr. fyrir korthafa. Greitt á staðnum, posi eða peningur.
Viðburðurinn er í samstarfi við Old Skate bumbuhópinn.