Ómar er nýstofnaður söngkvartett sem heldur nú sína fyrstu tónleika. Kvartettinn skipa Helga Kolbeinsdóttir, Harpa Björk Birgisdóttir, Jón Þorsteinn Reynisson og Jón Pálmi Óskarsson. Á þessari fyrstu efnisskrá eru lög úr ýmsum áttum, bæði þekkt íslensk þjóðlög og verk eftir samtímahöfunda. Það er tilhlökkunarefni að debutera með stofutónleikum í hinu aldna amtmannshúsi sem blasir við vegfarendum af Drottningarbrautinni.
Tónleikarnir hefjast kl.14 og standa yfir í tæpa klukkustund.
Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 26. ágúst
Tímasetning: kl. 14.00 - 15.00
Staðsetning: Hafnarstræti 49
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir
Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku 2023.