Söngkonan og lagahöfundurinn Klara Elias kemur fram á Akureyrarvöku.
Klara, sem heitir fullu nafni Klara Ósk Elíasdóttir, hefur starfað sem söngkona síðan í menntaskóla og flutti aftur heim til Íslands í heimsfaraldrinum eftir að hafa búið og starfað í Los Angeles í nokkur ár. Hún vinnur nú að útgáfu nýrrar plötu sem kemur út á næstu mánuðum. Klara Elias er höfundur og flytjandi þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja í ár, Eyjanótt. Með henni verður gítarleikarinn Eyrún Engilbertsdóttir.
Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku.