Jón Ólafsson heldur afmælistónleika, ásamt hljómsveit, á Græna hattinum, laugardagskvöldið 29.apríl n.k.
og spilar sín þekktustu lög í bland við uppáhaldslög af ýmsum toga.
Meðal þekktra laga Jóns má nefna lög eins og Flugvélar, Sunnudagsmorgunn, Líf og Tunglið mitt.
Hann er meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk og var einn stofnenda Sálarinnar og Bítlavinafélagsins.
Jón hefur gefið út þrjár sólóplötur og stjórnar nú vinsælum útvarpsþætti á Rás 2 alla sunnudagsmorgna.
Jón var fyrstur til að halda tónleika á Græna hattinum eftir að hann varð alfarið tónleikastaður síðsumars árið 2004.
Persónur og leikendur:
Jón Ólafsson (Nýdönsk) - hljómborð/söngur
Andri Ólafsson (Moses Hightower) - bassi/raddir
Magnús Magnússon (Babies) - trommur
Stefán Már Magnúson (SSSól) - gítar/raddir