Til baka

Jólatorg á Akureyri- fyrri helgin

Jólatorg á Akureyri- fyrri helgin

Velkomin í sannkallaða jólastemningu á Ráðhústorgi

Í skreyttum jólahúsum verður til sölu ýmis varningur sem yfirleitt tengist hátíðarhöldunum með einum eða öðrum hætti og boðið verður upp á skipulagða viðburði fyrir börn og fullorðna alla daga sem Jólatorgið er opið. 

Hér má sjá dagskrá helgarinnar: 

Laugardagur 7. desember

Kl. 13-17 Söluaðilar með jólalegan varning í skreyttum jólahúsum

Kl. 14.00 Hvolpasveitin mætir á svæðið í jólaskapi og dansar með börnunum

Kl. 14.45 Jólasveinar heimsækja torgið og gleðja börnin

Kl. 16 Jónína Björt og Valmar flytja jólalög

Sunnudagur 8. desember

Kl. 13-17 Söluaðilar með jólalegan varning í skreyttum jólahúsum

Kl. 14.00 Hvolpasveitin mætir á svæðið í jólaskapi og dansar með börnunum

Kl. 14.45 Jólasveinar heimsækja torgið og gleðja börnin

Kl. 16 Barnakór Akureyrarkirkju syngur fyrir gesti

 

Yfirlit yfir söluaðila sem verða í jólahúsunum kemur bráðlega. Einnig verður hér yfirlit yfir annað sem er á dagskrá i miðbænum á sama tíma og jólatorgið er opið. 

Hvenær
7. - 8. desember
Klukkan
13:00-17:00
Hvar
Ráðhústorg, Akureyri
Verð
Ókeypis