Til baka

Þorláksmessukvöld á Jólatorgi Akureyrar

Þorláksmessukvöld á Jólatorgi Akureyrar

Velkomin í sannkallaða jólastemningu á Ráðhústorgi
Velkomin í sannkallaða jólastemningu á Ráðhústorgi. Jólatorgið er opið á Þorláksmessu frá kl. 18-22.
Í skreyttum jólahúsum verður til sölu ýmis varningur sem tengist hátíðarhöldunum með einum eða öðrum hætti. 
 

Hér má sjá dagskrá Jólatorgsins á Þorláksmessu:

kl. 18.00-22.00 söluaðilar í skreyttum jólahúsum eru með jólalegan varning til sölu

kl. 18.00-22.00 Jólalegur sölubás fyrir utan Vamos á Ráðhústorgi

kl. 20.30 Villi Vandræðaskáld og Dandri flytja jólalög

kl. 21.00 Kirkjukór Akureyrarkirkju syngur fyrir gesti

 

Annað í boði í miðbænum:

  • Fornbókabúðin Svartar bækur að Strandgötu 11b verður opin laugardag og sunnudag milli klukkan 12-17.
  • Verslunin Centro verður með opið til klukkan 18 á sunnudaginn og á Þorláksmessu til klukkan 22.
  • Sykurverk Café verður með lengri opnun um helgina.
  • Origo verður með jólaopnun á laugardeginum.
 
Upplýsingar um Jólatorgið má finna á www.jolatorg.is
Hvenær
mánudagur, desember 23
Klukkan
18:00-22:00
Hvar
Ráðhústorg, Akureyri
Verð
Ókeypis