Jóla skynjunarsmiðja
Piparkökuleir, sandur úr morgunkorni, lituð hrísgrjón og skynjunarleikföng
Helga Sif iðjuþjálfi frá Memmm play Akureyri verður með Pop up skynjunarsmiðju með jólaþema á Amtsbókasafninu laugardaginn 7. Desember frá klukkan 13:00-15:00. Viðburðurinn er opinn fyrir börn í fylgd forráðamanna og er hugsuð sem skemmtileg fjölskyldustund.
Það verður boðið upp á piparkökuleir og leirmót, lituð hrísgrjón og lausmuni, sand (úr morgunkorni) og lausmuni. Einnig verður ungbarnahorn með skynjunarleikföngum.
Spiluð verður jólatónlist og Amtsbókasafnið býður uppá heitt kakó.
Hvetjum þá sem koma til að mæta með jólahúfur.
"Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.