Til baka

Húnakaffi

Húnakaffi

Kíktu í kaffi í eikarbátinn Húna II

Verið velkomin í kaffi og spjall við áhöfnina á eikarbátnum Húna II.
Húni II liggur við bryggjuna í fiskihöfninni austan við gatnamót að Hagkaup.

Húnakaffi er alla laugardaga frá kl. 10.00-11.30. Athugið að báturinn fer ekki frá landi.

Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1963. Í dag hefur Iðnaðarsafnið á Akureyri bátinn til umráða en Hollvinir Húna II sjá um reksturinn. Alls voru smíðaðir yfir 100 eikarbátar á Íslandi á árunum 1940 til 1970. Húni II er eini óbreytti báturinn af þessari stærð sem nú er til á Íslandi. Húni II var gerður út til fiskveiða í 30 ár og er áætlað að samanlögð veiði hafi verið 32.000 tonn. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá og stóð til að hann færi á áramótabrennu. Hugsjónarfólkið Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir höfðu hug á að eignast bátinn til að varðveita sögulegar minjar um skipasmíðar á Íslandi og gengu í málið. Húni II var skráður aftur á skipaskrá 1995 og í nokkur ár gerður út sem hvalaskoðunarbátur, fyrst frá Skagaströnd en síðar frá Hafnarfirði. Haustið 2001 höfðu verið farnar 440 ferðir í hvalaskoðun og aðrar skemmtiferðir.

Hvenær
laugardagur, desember 2
Klukkan
10:00-11:30
Hvar
Bryggja við fiskihöfn
Verð
Enginn aðgangseyrir en frjáls framlög vel þegin.