Til baka

Huldustígur í Lystigarðinum á Akureyri

Huldustígur í Lystigarðinum á Akureyri

Gönguferð með leiðsögn Bryndísar Fjólu sjáanda og garðyrkjufræðings.

Í göngunni er gengið hægum skrefum um Lystigarðinn og Bryndís Fjóla segir frá huldufólkinu og álfunum sem búa í garðinum og fyrir hvað þau standa og hver þeirra saga er. Staldrað er við á búsvæðum þeirra og gestum gefin kostur á að finna fyrir nærveru þeirra. 

Bryndís Fjóla segir frá hlutverkum þeirra og boðskap í dag og til forna, og mun gefa sér góðan tíma til þess að svara öllum spurningum sem vakna um álfa og huldufólk. 

Gangan hefst við suðurinngang garðsins, við Eyrarlandsstofu.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 26. ágúst
Tímasetning: Kl. 12.00 - 13.30
Staðsetning: Lystigarður Akureyrar
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir
Annað: Einnig gönguferð kl. 10 þann 26. ágúst og svo á föstudeginum 25. ágúst.


Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku 2023.

Hvenær
laugardagur, ágúst 26
Klukkan
12:00-13:30
Hvar
Lystigarður Akureyrar, Eyrarlandsvegur, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir