Hljómsveitinsveitin Klaufar heldur tónleika á Græna hattinum föstudaginn 2. maí 2025.
Hljómsveitin spilar vandað kántrýpopp og hefur gefið út þrjár hljómplötur og sent frá sér fjölda laga undanfarin ár, bæði frumsamin og tökulög, og má þar nefna lög eins "Búkalú","Lífið er ferlega flókið", "Óbyggðir" og nú síðast lagið "Fólk" sem hlotið hefur góðar viðtökur. Á tónleikunum mun hljómsveitin spila þekkt gömul og ný lög, en hana skipa Guðmundur Annas Árnason gítarleikari og söngvari (Soma, Fjöll), Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari (Start, Gildran, Huldumenn), Friðrik Sturluson bassaleikari (Sálin hans Jóns míns, Pláhnetan) og Birgir Nielsen trommuleikari (Vinir vors og blóma, Land og synir). - Hljómsveitin Klaufar var stofnuð árið 2006 og hefur starfað linnulítið síðan. Hljómsveitin hefur gert 3 hljómplötur, "Hamingjan er björt", "Síðasti mjói kaninn" og "Óbyggðir". Á fyrstu plötunum voru tökulög sett í léttan kántrýbúning en frá og með plötunni "Óbyggðir" hefur sveitin fært sig yfir í að flytja og senda frá sér frumsamin lög sem hafa komið reglulega út á undanförnum árum. Af lögum sem notið hafa vinsælda má nefna "Búkalú", "Annar maður", "Óbyggðir" (þar sem Magnús Eiríksson, sem nýlega hlaut Þakkarorðu íslenskrar tónlistar, syngur með hljómsveitinni), "Aldrei segja aldrei" (þar sem Selma Björnsdóttir syngur með hljómsveitinni), "Lífið er ferlega flókið" og núna síðast, rétt fyrir jólin 2024, kom út lagið "Fólk" sem hefur hlotið góðar viðtökur. Hljómsveitarmeðlimir eru allir landsþekktir tónlistarmenn, en þeir eru Sigurgeir Sigmundsson, gítarleikari, Birgir Nielsen, trommuleikari, Friðrik Sturluson, bassaleikari, og Guðmundur Annas Árnason söngvari og gítarleikari. Framundan eru tónleikar þar sem flutt verða gömul og ný lög, en á árinu 2025 er væntanleg ný plata.