Spennandi tveggja daga hjólabrettanámskeið fyrir stráka og stelpur fyrir 6-16 ára, bæði byrjendur og lengra komnar. Farið verður í öll helstu grunnatriði íþróttarinnar og erfiðara fyrir þá sem geta. Sem dæmi má nefna hvernig á að standa, ýta sér, snúa við og jafnvel “olla”. Skipt verður í hópa eftir getu og yfirkennari námskeiðisins er Eiki Helgason brettakappi, sem er Akureyringum vel kunnur, og á að baki langan feril í brettaíþróttum. Með honum verður hjólabrettasnillingurinn Haraldur Logi Jónsson betur þekktur sem Harri.
Mælt er með því að þátttakendur komi með sitt eigið hjólabretti en möguleiki er á að fá lánsbretti. Taka skal fram í skráningu ef beðið er um lánsbretti. Takmarkað magn lánsbretta er í boði.