Á HIGH ON LIFE festival komum við saman í gleði og glaum í afskekktustu byggð landsins, án allra vímugjafa og njótum þess sem náttúran hefur upp á að bjóða.
Boðið verður upp á:
leiðsagðar gönguferðir
hugleiðslur
sjósund og kuldaþjálfun (Wim Hof)
öndunaræfingar
sturlaða tónleika
Hátíðin er frí en nauðsynlegt er að bóka far með ferjunni sem fer bara einu sinni á föstudaginn og svo ekki aftur fyrr en á sunnudaginn. Einungis eru um 100 miðar í ferjuna í boði og því er ferjumiðinn í raun miði þinn á hátíðina.