Til baka

Hannyrðahittingur á drekkutíma

Hannyrðahittingur á drekkutíma

Hafið þið prófað að blanda saman prjóni og Pim's á könnu?
Hvað með hvítvín og hekl? Nú eða bara bróderað með bjór á kantinum í hópi fólks með sama áhuga á hannyrðum? Ef ekki, þá eruði sérdeilis heppin því föstudaginn 2. júlí fáiði tækifæri til að prufa allt þetta, og meira til því Sigrún hannyrðapönkari ætlar að mæta á drekkutíma Barr kaffihússins í Menningarhúsinu Hofi og hita upp fyrir smiðjur helgarinnar. Mætið með eigin handavinnu, hvort sem þið eruð að tálga, skrautskrifa, prjóna, orkera eða að bora í nefið og fáum okkur eitthvað að drekka saman.
 
 

Viðburðurinn er hluti af Listasumri

 

Hvenær
föstudagur, júlí 2
Klukkan
16:00-18:00
Hvar
Barr / Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald