Til baka

HAFMEYJAN OG DREKINN

HAFMEYJAN OG DREKINN

Ungmenna listasmiðja, ímyndunaraflið virkjað, vatnslitir, hafmeyjur og drekar

 

Í samvinnu við Akureyrarbæ og í tilefni af barnamenningarhátíð leiða þær Bryndís Fjóla völva og Gréta Berg listakona, vinnustofu fyrir ungmenni.  Takmarkað pláss er í Deiglunni og við bjóðum upp á forskráningu sem er í höndum Huldustíg efh. huldustigur@huldustigur.is

Ungmenna listasmiðja, hulduheimar, ímyndunarafl og skapandi listir.  Markmið hennar er auðga skynjun ungmenna á Akureyri, þvert á þjóðerni og tungumál, á þeim óáþreifanlega menningararfi er snýr að hafmeyjum, drekum og öðrum náttúruvættum og um leið að skapa aukin og ný tækifæri á að skapa listaverk sem sýna skynjun okkar á umhverfinu í flæði með vatni og litum.

Í listasmiðjunni sem Gréta Berg og Bryndís Fjóla munu leiða, verður boðið upp á að mála með vatnslitum, listaverk sem tengist sögum eða skynjunum á hafmeyjum og drekum. Vatnið sem verður notað við listasmiðjuna hefur verið safnað frá drekanum við Goðafoss og svo hafmeyjum við Eyjafjörð.

Norðurland er mjög ríkt af heimildum og sögum af huldufólki og álfum, en minna af hafmeyjum og drekum. Við viljum gefa þeim tækifæri sem mun gefa svæðinu ómetanleg sérstöðu og tækifæri til brautryðjendastarfs á sviði frásagna af landi og þjóð. Listasmiðjan er því einnig mikilvægt framlag til skapandi greina á svæðinu, en skapandi greinar eru mikilvægar og hafa ríka skírskotun til nýsköpunar og efla sköpunargleði sem sýnt hefur verið fram á að geri samfélög samheldnari og sterkari.

Hvenær
laugardagur, apríl 12
Klukkan
14:00-16:00
Hvar
Kaupvangsstræti 23
Verð
Þátttaka ókeypis