Létt og skemmtilegt grímunámskeið fyrir unga hressa og skapandi krakka á aldrinum 6 – 10 ára. Gerðar verða kisugrímur og allir fá að skreyta sína grímu eftir eigin höfði. Frábær stund fyrir börn og fullorðna.
Kennari er Marsibil G. Kristjánsdóttir grímugerðakona Kómedíuleikhússins á Þingeyri.
Athugið skráning nauðsynleg – takmarkað pláss.Hvar: Nonnahús
Hvenær: 12. apríl
Klukkan: 13-14.
Aldur: 6-10 ára
Skráning: minjasafnid@minjasafnid.is
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar