Til baka

GALLERÍ KALLI

GALLERÍ KALLI

Kl. 13.00-16.00 - Listamaðurinn Karl Guðmundsson.

GALLERÍ KALLI er kerra á hjólum sem listamaðurinn Karl Guðmundsson (Kalli) dregur á eftir sér í rafmagnshjólastólnum.

Til sölu verða handgerðar bækur og lítil myndverk! Kalli mun keyra um Ráðhústorgið, göngugötuna og Listagilið laugardag og sunnudag í tilefni Akureyrarvöku.

Karl, sem er allajafna kallaður Kalli, býr og starfar á Akureyri. Verk hans eru málverk þar sem litir og form spila saman. Karl vinnur verk sín oft í samstarfi við listakonuna Rósu Kristínu Júlíusdóttur. Samstarf þeirra hófst sem samspil nemanda og kennara en þróaðist markvisst yfir í samvinnu tveggja vina, félaga í listinni. Þau hafa haldið margar sameiginlegar listsýningar undanfarin ár.


Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku.

Hvenær
27. - 28. ágúst
Klukkan
13:00-16:00
Hvar
Miðbærinn, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir