Til baka

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Við hittumst við Samkomuhúsið og göngum að Ráðhústorgi; ræða og tónlistaratriði.

Við ætlum að hittast við Samkomuhúsið (gamla leikhúsið) þar sem hægt er að kaupa rafkerti fyrir gönguna. Við hvetjum fólk þó til að taka með sér rafkerti ef kostur er.
Við göngum frá Samkomuhúsinu klukkan 18:00 að Ráðhústorgi þar sem Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur ætlar að ávarpa okkur. Svavar Knútur mun að lokum ylja okkur með sínum hugljúfu tónum.
Komum saman, sýnum samstöðu með friði og njótum stundarinnar.

Hvenær
mánudagur, desember 23
Klukkan
18:00-19:00
Hvar
Ráðhústorg, Akureyri