Til baka

Fræðslumorgun - Mikilvægi lesturs

Fræðslumorgun - Mikilvægi lesturs

Fræðsla um mikilvægi þess að lesa fyrir börn frá unga aldri
Á fræðslumorgninum ætlar Auður að fjalla um hvernig lesskilningur byggir á málskilningi og lestrarfærni og hvernig það að lesa fyrir og með ungum börnum getur stutt við framtíðar lesskilning þeirra.
Lestrarstundir með ungum börnum er dýrmæt gjöf frá fullorðnum til barna. Þegar lesið er fyrir börn gefast fjöldamörg tækifæri bæði beint og óbeint til að efla orðaforða og kenna börnunum að álykta og ígrunda upplýsingar úr texta. Þessa mikilvægu færni taka börnin með sér inn í formlegt lestrarnám í grunnskóla.
 
Auður Soffíu Björgvinsdóttir er grunnskólakennari, læsisfræðingur með meistaragráðu frá Háskólanum á Akureyri og er að ljúka doktorsgráðu frá Háskóla Íslands í lok mars á þessu ári.
Fyrir utan að vera bókaormur frá unga aldri hefur Auður sérhæft sig í læsisfræðum og lestrarkennslu barna og hefur mikinn áhuga á að öll börn fái góða lestrarkennslu frá grunni svo þau hafi tækifæri til að lesa síðar allt sem hugur þeirra stendur til.
 
* Fræðslumorgnar eru styrktir af Norðurorku
 
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“
Hvenær
þriðjudagur, apríl 8
Klukkan
10:00-12:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri