Fræðslumorgun - Foreldrakulnun
Fræðsla og spjall um kulnun í foreldrahlutverkinu
Helga Sif Pétursdóttir iðjuþjálfi hjá Ylja endurhæfing og ráðgjöf ætlar að koma á foreldramorgun 28. janúar. Helga er sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi og hefur sérhæft sig í streitu og kulnun í foreldrahlutverkinu. Hún verður með fræðslu og spjall um hvað kulnun í foreldrahlutverkinu er, einkenni, áhrifaþætti og leiðir í íhlutun.
Heitt á könnunni og allir velkomnir.
*Foreldrafræðslan er styrkt af Norðurorku
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“