Til baka

Fræðslumorgun - Efnasúpan

Fræðslumorgun - Efnasúpan

Fræðsla um efnasúpuna í umhverfinu okkar
Sunneva Halldórsdóttir heldur úti instagram síðunni Efnasúpan. Sunneva er 26 ára mastersnemi í Líf-og Læknavísindum við Háskóla Íslands. Hún er að vinna að rannsókn sem snýr að því að kanna hvort hún finni svokölluð PFAS efni í brjóstamjólk og blóði íslenskra kvenna, og hvort hún geti dregið ályktun um hvaðan slík efni eru að berast.
Í fæðingarorlofinu sínu í vor ákvað Sunneva að búa til instagram síðuna þar sem hún setur inn fræðslur um skaðleg efni, og efni almennt í umhverfinu okkar og reynir að hafa þær á "mannamáli". Miðillinn fékk ótrúlega góðar viðtökur og hefur stækkað ört á síðustu mánuðum. Efnasúpan leynist ekki síst í kringum börnin okkar en við höfum sem betur fer mörg tækifæri til að vanda valið, skipta hlutum út, vera meðvituð og kveikja á gagnrýnu hugsuninni.
Sunneva kemur til okkar 18. febrúar og kennir okkur að vera meðvituð um efnasúpuna í kringum okkur og hvernig við getum vandað valið þegar við veljum efnivið fyrir börnin okkar.
 
*Foreldrafræðslumorgnar eru styrktir af Norðurorku
 
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“
Hvenær
þriðjudagur, febrúar 18
Klukkan
10:00-12:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri