Félagar í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar hittast á miðvikudagskvöldum við Menningarhúsið Hof og bjóða bæjarbúum og gestum að skoða þar stífbónaða stálfáka 25 ára og eldri. Líklega er um áratugur síðan félagar í fornbíladeildinni byrjuðu að hittast, fyrst við Ráðhústorg en síðar við Menningarhúsið Hof. Eigendur fornbíla sem ekki eru í klúbbnum eru sérstaklega hvattir til að mæta og kynna sér starfsemi klúbbsins.
Dagskrá:
20.00 - Mæting fornbíla við Menningarhúsið Hof
20.15 - Rúntur forbíla um miðbæinn
20.30-21.30 - Fornbílasýning við Menningarhúsið Hof
Allir velkomnir að skoða og spjalla!
Fornbílahittingurinn er samstarfsverkefni Bílaklúbbs Akureyrar, Menningarhússins Hofs og Atvinnu-, markaðs- og menningarteymis Akureyrarbæjar.
Viðburðurinn er hluti af Listasumri 2024.