Til baka

Foreldramorgnar alla þriðjudaga á Amtsbókasafninu

Foreldramorgnar alla þriðjudaga á Amtsbókasafninu

Memmm play pop up
Opni leikskólinn Memmm Play pop up á foreldramorgni 19. nóvember frá 10:00-12:00.
 
Helga Sif frá Memmm play á Akureyri ætlar að koma og vera með okkur á foreldramorgni þennan þriðjudag.
Opni leikskólinn hefur verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu síðustu 3 ár en ætlar nú að bjóða upp á viðburði á Akureyri í samstarfi við Amtsbókasafnið. Helga Sif heldur utan um Memmm Play á Akureyri en hún er sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi.
Memmm Play býður fjölskyldum upp á að koma saman í öruggt og fjölskylduvænt umhverfi þar sem börn geta leikið sér, eflt félags þroska sinn og tengst jafningjum. Opni leikskólinn leggur sérstaka áherslu á að styðja foreldra í nýju hlutverki sínu og stuðla að sterkri tengslamyndun barna í skemmtilegu og afslappandi umhverfi.
 
Á þessum fyrsta viðburði Memmm Play munum við hliðra til bókarekkum til að stækka rýmið í barnadeildinni svo það verður nóg pláss til að leika og hafa gaman. Helga kemur með ýmis leikföng fyrir yngstu kynslóðina og bókasafnið býður upp á kaffi fyrir þá eldri. Klukkan 11:00 er söngstund þar sem þeir sem vilja geta tekið þátt. Opni leikskólinn er opinn fyrir alla með ungbörn sem vilja koma og eiga skemmtilega stund t.d. foreldrar, ömmur/afar, frænkur/frændar, aupair og dagmömmur.
Börn eru á ábyrgð forráðamanna.
Hvenær
þriðjudagur, nóvember 19
Klukkan
10:00-12:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri