Föndurskiptimarkaður
Skiptimarkaður aprílmánaðar á Amtsbókasafninu er tileinkaður skapandi föndrurum!
Málning, penslar, perlur, pappír og annað föndurdót – öllum er velkomið að koma með hluti sem þau eru hætt að nota en vilja gefa framhaldslíf. Einnig er fólki velkomið að taka það sem gæti nýst þeim. Áfram hringrásarhagkerfi!
Skiptimarkaðurinn er einnig hluti af Viku 17.
Vika 17 er alþjóðleg vika heimsmarkmiðanna á bókasöfnum. Í tilefni vikunnar verða ýmsir viðburðir tengdir heimsmarkmiðunum á dagskrá Amtsbókasafnsins.
Nánari upplýsingar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna má finna á
heimsmarkmidin.is
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Við bókasafnið eru hjólabogar, frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.