Til baka

Fólkið í blokkinni

Fólkið í blokkinni

Skemmtileg leiksýning full af gleði og tónlist

Fólkið í Blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk sem ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft.
Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn og hefur almennt allt á hornum sér
Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru.

Tekst þeim að frumsýna söngleikinn?!
Ná Sara og Hannes saman?!
Hver á skjaldbökuna í baðkarinu?!
…og hvar er fjarstýringin?!!!

Hvenær
föstudagur, mars 24
Klukkan
20:00-22:00
Verð
3500