Þann 2. ágúst 1924 kom fyrsta flugvélin fljúgandi til Íslands. Til að fagna þeim tímamótum að 100 ár eru liðin frá því að sá merki atburður átti sér stað opnar Flugsafnið sýningu og Örninn, hollvinafélag safnsins, býður gestum og gangandi í vöfflukaffi á meðan birgðir endast. Flugsveitin verður með flugvélarnar sínar á staðnum og mun sýna listflug ef veður leyfir. Aðgangur er ókeypis en börn yngri en 18 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Kl. 15:00-17:00 - Opið hús og vöfflukaffi á meðan birgðir endast.
Kl. 15:30 - Opnun sýningar. Steinunn María Sveinsdóttir safnstjóri flytur stutt erindi um hnattflugið 1924 og komu fyrstu fljúgandi flugvélarinnar til Íslands.
Kl. 16:00 - Flugsveitin verður með flugvélar sínar á staðnum og sýnir listflug ef veður leyfir.