Fjölskyldudagur Icelandair
Vilt þú vinna 25.000 kr. gjafakort frá Icelandair? Eða 25.000 kr. gjafakort á Glerártorg?
Fjölskyldudagur Icelandair verður haldinn 26. ágúst á Glerártorgi og boðið verður upp á fjöruga dagskrá. Húlludúllan mun skemmta kátum krökkum, boðið verður upp á andlitsmálun og auðvitað verður nóg af kandífloss!
Við skellum einnig í fjörugan ratleik þar sem verðlaunin eru heldur betur glæsileg; flugferð fyrir fjóra til Barcelona!

Magni Ásgeirsson stígur á svið, flytur nokkur lög og tilkynnir sigurvegara ratleiksins


Glæsilegt lukkuhjól færir heppnum veglega vinninga m.a. frá:
Leikfélagi Akureyrar, Sinfónuhljómsveit Akureyrar, Domino's, Skógarböðunum, Lindex, Vodafone, Jarðböðunum Mývatni, Sambíóunum, 66°Norður, GeoSea, Nóa Siríus, Icewear, As We Grow, AK Pure Skin, Omnom, Farmers Market, Ráðagerði, World Class, Feel Iceland, Modus, Nettó, Fly Over Iceland, Bjórböðunum, Flying Tiger o.fl.
Á svæðinu verður photobooth/myndakassi svo það er um að gera að æfa pósurnar heima áður en þið mætið á svæðið

Ekki láta þig vanta á þessa frábæru fjölskylduskemmtun – hlökkum til að sjá þig
Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 26. ágúst
Tímasetning: kl. 14.00 - 16.00
Staðsetning: Glerártorg
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir
Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku 2023.