Til baka

Fjölbreytt og skapandi samfélag!

Fjölbreytt og skapandi samfélag!

Kynningarfundur um starfsemi AkureyrarAkademíunnar í samstarfi við HA.

Háskólinn á Akureyri og AkureyrarAkademían hafa lengi haft með sér farsælt samstarf á grunni formlegs samnings sem hefur miðað að því að koma þekkingu á framfæri og að stuðla að samræðum um fræði og vísindi með þátttöku almennings, félagasamtaka, fyrirtækja, stofnana og opinberra aðila.

AkureyrarAkademían er þverfaglegt rannsókna- og fræðasetur einstaklinga sem eru í háskólanámi, og/eða vinna að fræði- og ritstörfum og annarri þekkingarsköpun. Starfsemi AkAk hefur haft jákvæð áhrif á búsetu og menntun á Akureyri, auk þess að vera mikilvægur stuðningur við Háskólann á Akureyri og vísinda- og þekkingarsamfélagið á Norðurlandi. Markmið fundarins er að kynna starfsemi AkAk og akademónar segja frá verkefnum sínum. Fundurinn er 3. apríl, á milli 13:00 og 15:30 í M101 í Háskólanum á Akureyri.

Dagskrá

13:00 Ávarp. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri

13:10 Kynning á starfsemi AkureyrarAkademíunnar. Sigurgeir Guðjónsson, stjórnarformaður AkAk 

13:25 Akademónar segja frá verkefnum sínum

14:15 Kaffihlé 

14:30 Akademónar segja frá verkefnum sínum

15:20 Fundarslit. Tom Barry, forseti hug- og félagsvísindasviðs HA

Fundarstjóri er Katrín Eiríksdóttir, verkefnastjóri - Háskólanum á Akureyri. 

Ítarlegri dagskrá er að finna á vefsíðum AkAk og HA. 

Öll velkomin!
Hvenær
fimmtudagur, apríl 3
Klukkan
13:00-15:30
Hvar
Háskólinn á Akureyri, Norðurslóð, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir