Til baka

FAR Fest – Sumardagskrá í Hofi

FAR Fest – Sumardagskrá í Hofi

Dillandi afrísk dans- og trommugleði fyrir alla fjölskylduna.

Afríka er næst stærsta heimsálfa jarðar, sem tekur yfir um fimmtung (20%) þurrlendis á allri jörðinni og er einna ríkust af auðlindum jarðar sem allir njóta góðs af. Í Afríku eru 54 þjóðríki þar sem búa yfir 2000 þjóðir sem tala jafn mörg tungumál. Far Fest Afríka tekur þátt í að efla fræðslu um Afríku, og þann lista- og menningarheim sem á rætur að rekja til fjölbreytileika Afríku og sporna þannig við staðlaðri og einfaldaðri ímynd þegar er talað um Afríku sem eitt land, eina þjóð og einn menningarheim. FAR er vettvangur þar sem allir fá aðgengi og tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum litskrúðugum og dillandi listum og menningu frá Afríku og þar sem íslendingar af afrískum uppruna fá tækifæri til að deila eigin list og menningu með, ekki aðeins öðrum íslendingum, heldur líka með hvert öðru.

FAR Fest Afríka á Íslandi var stofnuð árið 2009 af þeim hjónunum Cheick Bangoura og Kristínu Álfheiði Árnadóttur frá Akureyri og hefur menningarhátíðin FAR Fest Afríka verið haldið árlega síðan. Þar hefur verið boðið upp á viðburði, námskeið og/eða fræðslu. Í kringum þessa viðburði og hið öfluga, fjölbreytta og skemmtilega samstarf stofnaði Cheick Bangoura félagið ,,Afríka Lole“. Cheick Bangoura hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi, spilað með Stuðmönnum, Big bandi Samma og Amabadama.

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 25. apríl
Tímasetning: 15.30
Staðsetning: Hof, Hamrar
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
fimmtudagur, apríl 25
Klukkan
15:30
Hvar
Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir