Til baka

Fab Lab - Almennir opnir tímar

Fab Lab - Almennir opnir tímar

Stafræn smiðja sem býður upp á aðgengi að laserskera, þrívíddarprentara, fræsara og fleira.

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Opnir tímar fyrir almenning eru á fimmtudögum frá 13-18 (með fyrirvara um breytingar).  

Allir eru velkomnir að kíkja við og skoða allt sem Fab Lab hefur upp á að bjóða. Útbúa skjöl í tölvum til þess að laserskera, vínylskera, fræsa, 3D prenta o.fl. Möguleikarnir eru endalausir.

Fab Lab er hægt að finna í Verkmenntaskólanum á Akureyri, norðurinngangur.

Hvenær
fimmtudagur, nóvember 30
Klukkan
13:00-18:00
Verð
Ekkert þátttökugjald
Nánari upplýsingar

Hægt er að fylgjast með opnum tímum HÉR