Sumardaginn fyrsta opna um 13 söfn og sýningar við Eyjafjörð dyr sínar fyrir gestum og gangandi undir heitinu Eyfirski safnadagurinn. Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð.
Enginn aðgangseyrir er að söfnunum á Eyfirska safnadeginum. Samræmdur opnunartími safnanna er frá 13.00 – 16.00 en sum eru með opið lengur. Mælum með að áhugasamir fylgist með opnunartímum og dagskrá á samfélagsmiðlum safnanna.
Söfnin sem opna dyr sínar eru:
Hælið, Listasafnið á Akureyri, Flugsafnið, Minjasafnið, Nonnahús, Leikfangasafnið, Iðnaðarsafnið, Davíðshús, Smámunasafnið, Mótorhjólasafnið, Hús Hákarla Jörundar, Síldarminjasafnið, Flóra menningarhús í Sigurhæðum.
Margt fróðlegt og skemmtilegt verður í boði á söfnunum þennan daginn.
Hlökkum til að sjá ykkur!