Til baka

Evrópska nýtnivikan 2022

Evrópska nýtnivikan 2022

Nýtnivikan er samevrópsk og er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn endurvinnslu.

Dagskrá Evrópsku nýtnivikunnar HÉR

Nýtnivikan er samevrópsk og er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta hluti og stuðla almennt að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur. Hún er haldin með ýmsum atburðum sem stuðla að vitundarvakningu. Áhersla er lögð á að draga úr, endurnota og endurvinna.

Þema ársins 2022 er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er ekki lengur í tísku!  Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu að draga úr sóun textíls.

Hefur þú áhuga á að vera með viðburð?
Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri Evrópsku nýtnivikunnar Rut Jónsdóttir, forstöðumaður umhverfis- og sorpmála Akureyrarbæjar í netfanginu rut@akureyri.is


Að Evrópsku nýtnivikunni 2022 koma:
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar, Atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar, Amtsbókasafnið á Akureyri, Vistorka, Rauði Krossinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Listasafnið á Akureyri, Sigrún hannyrðapönkari,Pik Nik fatadeilihagkerfið og Fab Lab Akureyri.

Hvenær
19. - 27. nóvember
Hvar
Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald