Endurvinnslulistasmiðja
Í tilefni Barnamenningarhátíðar bjóða Amtsbókasafnið og Ocean Missions kátum krökkum að taka þátt í endurvinnslu listasmiðju.
Unnið verður með efnivið úr strandhreinsun frá því deginum áður. Í standhreinsun sem þessari finnst ýmis efniviður sem við viljum alls ekki hafa í sjónum eða fjörunni en hentar aftur á móti mjög vel til listsköpunnar! Sem dæmi má nefna netakúlur, flotholt, netadræsur og ýmislegt plast og málmrusl.
Allur efniviður verður á staðnum, málning, posca-pennar, límbyssur og límstautar. Þá verður einnig stutt og barnvæn fræðsla um sjávardýralífið í Eyjafirði og mikilvægi þess að hugsa vel um sjóinn okkar.
Að lokinni smiðju verður sett upp sýning með listaverkum barnanna og mun sýningin standa út aprílmánuð.
Viðburðurinn er einnig hluti af Viku 17, vitundarvakningarátaki bókasafna um Heimsmarkmiðin.