Listhópurinn RÖSK sýnir litríka og skemmtilega skúlptúra fyrir utan RÖSK RÝMI í Listagilinu. Einnig verða opnar vinnustofur í tilefni dagsins.
Allir velkomnir!
RÖSK er samsýningarhópur fjögurra kvenna sem hafa sýnt saman undanfarin ár. Þær eru Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurðardóttir og Thora Karlsdóttir. Einstaklingarnir innan hópsins hafa unnið á ólíkan hátt í list sinni og beita ólíkum aðferðum og efnum en innan listhópsins eru þær samstíga í bæði hugmyndaferli og samvinnu sinni í listsköpun. Sýningar þeirra einkennast af því að gera gestum og gangandi kleift að máta sig við listaverkin og byggja þar upp skemmtilegt samtal listaverka og þátttakenda. Fer þá skemmtilegur leikur af stað sem gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn. Oft er birtingarmynd þess samtals leikur, söngur og látbragð sem auðga sýningarnar lífi og gleði.
Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku.
Nánar um RÖSK HÉR